Enski boltinn

Eto'o er gjöf frá fótboltaguðunum

Eto'o fagnar í leik með Everton.
Eto'o fagnar í leik með Everton. vísir/getty
Það bendir allt til þess að Samuel Eto'o verði búinn að tryggja sér nýjan árssamning við Everton innan skamms.

Hinn 33 ára gamli Eto'o skrifaði undir eins árs samning við félagið í ágúst. Í samningnum er klausa þess efnis að ef hann verði í byrjunarliðinu fimmtán sinnum þá bætist sjálfkrafa við eitt ár á samninginn.

Eto'o er þegar búinn að vera í byrjunarliði Everton fimm sinnum á leiktíðinni og miðað við frammistöðuna hingað til verður hann ekki lengi að ná fimmtán leikjum.

„Þetta gerist af sjálfu sér ef hann heldur svona áfram. Ég leit samt alltaf þannig á málið að hann yrði hér í tvö ár," sagði Roberto Martinez, stjóri Everton.

„Hann hefði getað farið víða en hann kaus Everton því hann vill ná árangri. Ég var mjög ánægður með að fá hann og lít á hann sem gjöf frá fótboltaguðunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×