Innlent

Eþíópía gerir samkynhneigð óafsakanlegan glæp

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Mótmælandi berst fyrir réttindum samkynhneigðra.
Mótmælandi berst fyrir réttindum samkynhneigðra. Vísir/AFP
Löggjafarvald í Eþíópíu ætla að setja lög sem gera samkynhneigð að óafsakanlegum glæp. Þetta myndi hafa mikil áhrif á fólk sem reynir að beiðast sakaruppgjafar. Washington Times segir frá.

Strangt bann við samkynhneigð ríkir þegar í Eþíópíu. Fyrir kynmök með einstaklingi af sama kyni geta menn verið dæmdir til 15 ára fangelsisvistar. Þeirra sem smita aðra af HIV-veirunni í gegnum samkynhneigð mök bíður 25 ára fangelsisdómur.

Lögin myndu gera forseta Eþíópíu ófæran um að veita sakaruppgjafir, á sama hátt og honum er meinað að veita hryðjuverkamönnum sakaruppgjöf.

Ráðherraráð Eþíópíu hefur þegar gefið löggjöfinni grænt ljós, og er áætlað að hún verði samþykkt í næstu viku með yfirgnæfandi þingmeirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×