Innlent

Estrid Brekkan skipuð sendiherra

Atli Ísleifsson skrifar
Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg.
Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg. Vísir/E.Ól.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur skipað Estrid Brekkan sendiráðunaut í embætti sendiherra.

Í frétt utanríkisráðuneytisins segir að Estrid hafi verið skipuð hinn 19. mars síðastliðinn og að hún taki við stöðinni frá 1. ágúst næstkomandi.

Estrid hefur gegnt embætti deildarstjóra á alþjóða- og öryggisskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Gunnar Bragi skipaði þá Geir Haarde, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra, og Árna Þór Sigurðsson, alþingismann og fyrrverandi formann utanríkismálanefndar, í embætti sendiherra síðasta sumar. einnig gerður að sendiherra.

Ekki kemur fram hvar Estrid kemur til með að starfa í embætti sendiherra, hérlendis eða erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×