Enski boltinn

ESPN: Southampton ætti að kaupa Gylfa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi í leik gegn Austurríki á EM í Frakklandi.
Gylfi í leik gegn Austurríki á EM í Frakklandi. vísir/vilhelm
ESPN birti í dag skemmtilega úttekt þar sem fréttaritarar liðanna 20 í ensku úrvalsdeildinni voru beðnir um að velja einn leikmann sem lið þeirra ætti að kaupa.

Alex Crook, sem skrifar um Southampton fyrir ESPN, nefnir Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea City og íslenska landsliðsins, sem manninn sem Dýrlingarnir ættu að kaupa.

Crook segir að Southampton þurfi miðjumann sem getur skorað. Markahæstu leikmennn liðsins undanfarin tvö tímabil, Sadio Mané og Graziano Pellé, eru horfnir á braut og Southampton þarf leikmann með markanef.

Crook segir að Gylfi hafi reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og það verði ekkert mál fyrir hann að færa sig yfir á suðurströndina.

Gylfi hefur verið orðaður við Leicester City og Everton í sumar en í síðustu viku bárust fréttir þess efnis að Everton væri að undirbúa 25 milljóna punda tilboð í íslenska landsliðsmanninn.

Gylfi var frábær á seinni hluta síðasta tímabils en hann skoraði níu mörk fyrir Swansea eftir áramót. Gylfi hefur alls leikið 141 leik í ensku úrvalsdeildinni og skorað 33 mörk.

Úttekt ESPN má lesa með því að smella hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×