Körfubolti

ESPN fjallar um leik Júlíusar Orra gegn Jeremy Lin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Það fór vel á með Lin og Ísaki.
Það fór vel á með Lin og Ísaki. Mynd/Vísir
Ein virtasta íþróttafréttaveita Bandaríkjanna, ESPN, fjallar í kvöld um leik Júlíusar Orra Ágústssonar gegn NBA-stjörnunni Jeremy Lin en eins og kom fram á Vísi í gær spilaði Júlíus Orri einn-á-einn gegn stjörnunni í gær.

Júlíus hitti Lin í ísbúð Brynju á Akureyri en hann er í sumarfríi þessa dagana eftir að Charlotte Hornets datt úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á dögunum.

Eftir að hafa fengið áritun hjá Lin bauð móðir Júlíusar körfuknattleiksstjörnunni að taka einn leik við Júlíus á körfuboltavellinum í garðinum hjá þeim.

„Við tókum einn leik upp í 7. Hann vann mig 7-5 en ég stóð alveg í honum og komst í 4-1,“ sagði Júlíus í samtali við Vísi í gær en Jeremy tryggði sér sigurinn með þriggja stiga körfu í blálokin en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.

Þegar Lin-æðið (e. Linsanity) var í hámarki setti hann einmitt niður þriggja stiga körfu undir lokin fyrir sigrinum gegn Toronto Raptors í Air Canada Center en Toronto Raptors eru þessa dagana að keppa gegn Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×