Fótbolti

ESPN: Tíu bestu miðverðir heims undir 25 ára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aymeric Laporte þykir vera besti miðvörður heims yngri en 25 ára.
Aymeric Laporte þykir vera besti miðvörður heims yngri en 25 ára. vísir/getty
Hverjir eru bestu miðverðir heims yngri en 25 ára? Nick Miller, blaðamaður ESPN, svarar þessari spurningu í grein á vef ESPN í dag.

Efstu þrír á lista Millers spila allir á Spáni. Hann setur Aymeric Laporte, leikmann Athletic Bilbao, í toppsæti listans. Laporte, sem er 23 ára Frakki, er uppalinn hjá Bilbao og hefur haldið tryggð við félagið þrátt fyrir áhuga stórliða.

José María Giménez er í 2. sæti. Hann hefur spilað með Atlético Madrid síðan 2013 og á, þrátt fyrir ungan aldur, 32 landsleiki að baki fyrir Úrúgvæ.

Raphaël Varane hjá Real Madrid er í 3. sæti. Frakkinn er á sínu sjöunda tímabili hjá Madrídarliðinu og hefur þrívegis unnið Meistaradeild Evrópu með því.

Aðeins tveir af 10 á lista Millers spila í ensku úrvalsdeildinni; Davinson Sánchez hjá Tottenham (6.) og John Stones hjá Manchester City (10.).

Bestu ungu miðverðir í heimi:

1. Aymeric Laporte, Athletic Bilbao

2. José María Giménez, Atlético Madrid

3. Raphaël Varane, Real Madrid

4. Marquinhos, PSG

5. Alessio Romagnoli, AC Milan

6. Davinson Sánchez, Tottenham

7. Daniele Rugani, Juventus

8. Niklas Sule, Bayern München

9. Malang Sarr, Nice

10. John Stones, Man City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×