Enski boltinn

ESPN: Carrick fær nýjan samning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carrick hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Manchester United.
Carrick hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Manchester United. vísir/getty
ESPN hefur heimildir fyrir því að Manchester United sé tilbúið að bjóða miðjumanninum Michael Carrick nýjan samning.

Samningur Carricks við United rennur út í sumar en viðræður um nýjan samning hafa tafist vegna óvissu um hver verður knattspyrnustjóri liðsins á næsta tímabili.

Sjá einnig: Van Gaal: Ég er mjög vonsvikinn

Margir bjuggust við að Carrick hefði spilað sinn síðasta leik fyrir United þegar liðið vann Crystal Palace í bikarúrslitum á laugardaginn en samkvæmt heimildum ESPN mun félagið bjóða miðjumanninum nýjan eins árs samning.

Carrick hefur verið í herbúðum United frá 2006 en Wayne Rooney er eini leikmaðurinn sem hefur verið lengur hjá félaginu. Þeir lyftu enska bikarnum í sameiningu á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Hodgson: Rétt ákvörðun að velja Rashford í hópinn

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, segir að Marcus Rashford, framherji Manchester United, búi yfir gríðarlega miklum hæfileikum en hafi ekki mikinn tíma til að sýna sig og sanna fyrir EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði.

Pardew baðst afsökunar á danssporunum

Knattspyrnustjóri Crystal Palace sagðist hafa leyft sér að njóta stundarinnar þegar Puncheon kom þeim yfir á Wembley en ákvað að biðjast afsökunar eftir leik.

Sér Pardew eftir þessum sporum? | Sjáðu dansinn

Knattspyrnustjóri Crystal Palace tók létt dansspor eftir að Jason Puncheon kom Crystal Palace yfir í úrslitum enska bikarsins í dag en það kom heldur betur í bakið á honum stuttu síðar.

Heimurinn fær að vita hvað stóð í SMS sendingum Mourinho til Evu

Jose Mourinho mun taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Manchester United á næstu dögum en áður en hann getur farið að setja saman liðið sitt á Old Trafford þá á hann enn eftir að gera upp málið sem átti örugglega þátt í endalokum hans á Stamford Bridge.

Van Gaal: Þetta er búið

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×