Innlent

ESB geti tekið upp eftirlit á innri landamærum Schengen-ríkja

Bjarki Ármannsson skrifar
Drög að breytingu á reglum um för yfir landamæri eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu.
Drög að breytingu á reglum um för yfir landamæri eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu.
Drög að breytingu á reglugerð um för yfir landamæri eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Breytingarnar snúa meðal annars að heimild ráðherraráðs Evrópusambandsins til að taka tímabundið upp eftirlit á innri landamærum Schengen-ríkis.

Að því er fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins væri slíkri heimild einungis hægt að beita sem síðasta úrræði og þá í kjölfar úttekta sem leitt hafa í ljós alvarlega veikleika á landamærastjórn ríkisins sem ógna almannareglu og öryggi.

Tímabundin uppptaka eftirlits má aldrei vara lengur en sex mánuði en þá má taka tillit til nýrra atriða við mat á því hvort ástæða sé til framlengingar. Heimild einstakra ríkja til að ákveða að taka upp tímabundið eftirlit á landamærum breytist ekki með nýju reglugerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×