Heilsa

Ert þú með óæskileg hár?

SIGGA DÖGG skrifar
Þessi hefur greinilega splæst í háreyðingu
Þessi hefur greinilega splæst í háreyðingu Vísir/Getty
Margir velta fyrir sér háreyðingu en það getur verið vandasamt, tímafrekt og óþægilegt að raka líkamshár af stórum fleti líkamans. Fyrir einstaklinga sem vilja fjarlægja hárin þá gæti varanlegri lausn hentað, annað hvort laser fjarlæging eða vax.

Teitur Guðmundsson, læknir hjá Heilsuvernd, býður upp á háreyðingu með laser. Teitur segir það hafa færst í aukana að karlar láti fjarlægja hár víða á líkamanum. Þeir láti oftast fjarlægja hár á baki, bringu, undir höndum, skeggrót á hálsi en einnig á kynfærasvæði. Laser-háreyðingarmeðferð fjarlægir óæskilegan hárvöxt á líkamanum með háum hita sem beint er að hársekkjunum sem skemmast og það kemur í veg fyrir endurnýjun án þess að skaða húðina eða nærliggjandi vefi.

Þetta form háreyðingar veldur litlum sem engum sársauka sé henni rétt beitt og passað vel upp á kælingu húðarinnar eftir meðferð. Lengd meðferðar ræðst af umfangi hárvaxtar og gróf- og þéttleika hársins sem á að fjarlægja. Ef þú hugar að fjarlægingu hára með laser þá getur þú farið í undirbúningsviðtal áður en ákvörðun er tekin.

Vísir/Getty
Hvar og hvernig fjarlægja karlar óæskileg hár af líkamanum?

Þórey Þráinsdóttir, snyrtifræðingur hjá snyrtistofunni Verði þinn vilji, segir það hafa færst í aukana að karlar komi í brasilískt vax þar sem öll hár eru fjarlægð af kynfærum og oft einnig rassi. Það séu um tíu karlar á mánuði sem komi í slíka háreyðingu.

Þetta er þó ekki algengasta háreyðingin sem karlar sækja í heldur fara þeir oftast í vax á bakinu og öxlunum. Það er mikilvægt að hafa ákveðna hluti í huga áður en farið er í vax. Það er sársaukafyllra og erfiðara að vaxa brodda svo það er gott ef hárvöxtur fær að vera óáreittur í um tvær til þrjár vikur.

Eftir vax er mælt gegn því að fara samdægurs í ræktina, sund eða heitt bað. Þá er mikilvægt að þurrskrúbba húðina daglega með bursta áður en farið er í sturtu til að koma í veg fyrir inngróin hár og örva blóðflæði líkamans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×