Lífið

Erpur hitar upp fyrir Pokahontaz

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Erpur Eyvindsson ætlar að gæða sér á pólskum vodka með Pokahontaz.
Erpur Eyvindsson ætlar að gæða sér á pólskum vodka með Pokahontaz. Vísir/Stefán
„Þetta eru miklar kanónur og ég hlakka mikið til,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson, betur þekktur sem Blaz Roca. Hann hitar upp fyrir pólsku rapphljómsveitina Pokahontaz sem er á leið til landsins í mars.

Sveitin er geysilega vinsæl og er með tæplega tvö hundruð þúsund læk á fésbókarsíðu sinni og nokkrar milljónir áhorfa á myndböndin sín á YouTube.

„Þeir ætla að koma með uppáhalds pólsku vodkategundina sína. Ætli ég stilli ekki upp borði á sviðinu, með vodkaflösku og klökum og skutli í mig,“ bætir Erpur við. Hann hefur mikinn áhuga á drykkjusiðum og þá sérstaklega pólskum drykkjusiðum og hlakkar því til að skála við pólsku rapparana. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×