Handbolti

Ernir Hrafn til liðs Aftureldingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikill liðsstyrkur fyrir UMFA.
Mikill liðsstyrkur fyrir UMFA.
Afturelding hefur fengið góðan liðstyrk fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handknattleik en liðið hefur samið við Erni Hrafn Arnarson og verður hann gjaldgengur með liðinu um áramót.

Ernir Hrafn er uppalinn í Aftureldingu og hefur verið atvinnumaður í Þýskalandi undanfarin ár. Hann á 16 landsleiki fyrir Ísland og mun án efa styrkja Aftureldingu gríðarlega í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Liðið er í efsta sæti Olís-deildarinnar sem stendur og ætlar klúbburinn sér greinilega stóra hluti.

„Við erum mjög ánægðir að hafa krækt í Erni Hrafn. Hann er öflugur, fjölhæfur og reyndur leikmaður, spilar bæði miðju og hægri skyttu, er mjög öflugur varnarmaður. Hann er uppalinn í Aftureldingu með Aftureldingarhjarta og kemur hann til með að styrkja hópinn okkar mikið í baráttunni í vetur,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×