Handbolti

Erlingur fagnaði stórum sigri sinna manna í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erlingur Birgir Richardsson.
Erlingur Birgir Richardsson. Vísir/Vilhelm
Erlingur Birgir Richardsson stýrði SG Westwien til sigur í kvöld í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta en liðið átti ekki í miklum vandræðum með botnlið Union St.Pölten.

SG Westwien vann leikinn með tíu marka mun, 36-26, og er áfram í þriðja sæti austurrísku deildarinnar en þó baraeinu stig á eftir toppliði HC Hard.

Leikmenn SG Westwien skiptu mörkunum nokkuð á milli sín í þessum leik en austurríski línumaðurinn Fabian Posch var markahæstur með sex mörk.

Efstu þrjú liðin í deildinni unnu öll örugga sigra í kvöld en lærisveinar Erlings töpuðu á móti Fivers Margareten í leiknum á undan og misstu þá um leið upp fyrir sig í töflunni.

Erlingur Birgir Richardsson er á sínu síðasta ári með SG Westwien en hann tekur við þýska úrvalsdeildarliðinu Füchse Berlin í sumar.

SG Westwien hefur unnið 14 af fyrstu 18 leikjum sínum í deildinni í vetur en tvö af þessum fjórum tapleikjum höfðu komið í síðustu þremur leikjum liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×