Handbolti

Erlingur er hungraður í árangur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Erlingur Richardsson.
Erlingur Richardsson. vísir/daníel
Bob Hanning segir að hann hafi séð það strax á Erlingi Richardssyni að hann væri rétti maðurinn til að taka við starfi Füchse Berlin af Degi Sigurðssyni, þegar sá síðastnefndi lætur af störfum sem þjálfari liðsins í sumar.

Dagur getur þá einbeitt sér að því að stýra þýska landsliðinu, sem hann hefur gert frá síðastliðnu sumri.

„Ég fann fyrir því í okkar samtölum hversu gríðarlega mikinn metnað Erlingur hefur sem þjálfari,“ sagði Hanning en Erlingur hefur undanfarið eitt og hálft ár starfað sem þjálfari austurríska félagsins Westwien.

„Hann langaði einfaldlega mikið í þetta starf. Erlingur kemur inn í félagið með mikið hungur í árangur og það er eitthvað sem við þurfum á að halda.“

Þess má svo geta að Erlingur verður ekki eini Íslendingurinn sem gengur í raðir Füchse Berlin í sumar en félagið tilkynnti á dögunum að það hefði samið við hornamanninn Bjarka Má Elísson, fyrrum lærisvein Erlings hjá HK í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×