Innlent

Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Karl Tómasson fór með eiginkonu sinni og börnum í sumarhús uppi í Kjós. Vegna hitans hafði Karl dyrnar opnar þegar hann gekk til náða, hann varð fljótt vart við mikil óþægindi um nóttina og lýsir ágangi mýsins sem árásum.

Áhyggjufullir Íslendingar

Síminn hefur hringt linnulaust hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í dag. Áhyggjufullir Íslendingar hringja í hrönnum vegna þessa nýja landnema sem gerði vart við sig um helgina. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá stofnuninni segir landnemann agnarsmáan en illskeyttan.

„Um síðustu helgi varð vart við nýtt kvikyndi upp í Kjós, sem fór að angra dvalargesti í sumarhúsum og bíta all illilega. Sumir komu í bæinn útbitnir og klórandi sér upp úr og niður úr. Þetta eru mikil óþægindi sem fylgir. Þetta er ný fluga. Agnarsmá, ekki nema einn og hálfur millimeter sem heitir Lúsmý. Þessi tegund er af ættkvísl sem ekki hefur fundist áður á Íslandi. Málið er splunkunýtt og ennþá í vinnslu.“

Fleiri vágestir

Dýralíf breytist á Íslandi með hlýnandi veðri og meðal nýrra landnema eru nokkrir vágestir aðrir en lúsmýið.

„Það kannast allir við spánarsnigilinn, asparglittu, birkikembu, fiðrildi sem eyðileggur birki. svo mætti áfram telja og skógarmítillinn er einna hvimleiðastur ef hann er orðinn landnemdi en hann berst allavega pottþétt á hverju ári með farfuglum og eflaust í töluverðum mæli,“segir Erling.

Skógarmítillinn verstur

Hann segir Íslendinga hræðast skógarmítilinn einna helst og kennir hér áhorfendum handtökin hvernig skuli fjarlægja kvikyndið bíti það sig fast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×