Innlent

Erlendur ökumaður hlaut rúmlega 100 þúsund króna sekt

Bjarki Ármannsson skrifar
Hátt í fjörutíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga.
Hátt í fjörutíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Vísir/Vilhelm
Hátt í fjörutíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga.  Að því er segir í tilkynningu frá lögregluembættinu mældist sá sem hraðast ók á 147 kílómetra hraða á Reykjanesbraut.

Um var að ræða erlendan ferðamann, sem virti ekki stöðvunarmerki lögreglu og þurfti að aka nokkuð langa leið á eftir honum. Hann var sektaður um 105 þúsund krónur, sem hann greiddi á staðnum, fyrir hraðakstur og fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

Tveir þeirra ökumanna sem einnig voru staðnir að hraðakstri reyndust báðir ölvaðir undir stýri og var annar þeirra jafnframt undir áhrifum amfetamíns. Var hann sviptur ökuréttindum ævilangt. Einn til viðbótar viðurkenndi að vera undir áhrifum amfetamíns og framvísaði jafnframt amfetamíni á lögreglustöð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×