Innlent

Ferðamaðurinn fundinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kona mannsins treysti sér ekki til að labba lengra en hann hélt áfram.
Kona mannsins treysti sér ekki til að labba lengra en hann hélt áfram. Vísir/VILHELM
Uppfært: 23:30



Erlendi ferðamaðurinn sem leitað var að í kvöld við Hoffell fannst rétt fyrir klukkan 22:00. Var hann þá staddur í vesturhlíðum Efstafellsgils og reyndist heill á húfi.

Björgunarfélag Hornafjarðar hóf leit að manninum klukkan rúmlega 17:00 en sökum erfiðra leitaraðstæðna var ákveðið að kalla út liðsauka frá fleiri björgunarsveitum á Austurlandi. Þeim var snúið til baka er maðurinn fannst.

Upprunaleg frétt:



Björgunarfélag Hornafjarðar leitar nú ferðamanns sem er villtur í eða við Hoffellsdal. 

Maðurinn, sem er erlendur, var á göngu með konu sinni þegar hún treysti sér ekki lengra og ákvað að snúa við og ganga til baka að bíl þeirra. Hann hélt áfram göngunni en um klukkan 16:30 sendi hann konu sinni sms með þeim upplýsingum að hann væri villtur.

Konan hringdi þá eftir aðstoð og var björgunarsveitin kölluð út rétt eftir klukkan 19:00.

Um hálftíma síðar voru fyrstu björgunarmenn búnir að staðsetja bílinn og konuna. Ekki hefur náðst samband við manninn aftur og eru björgunarmenn nú að kanna þekkta slóða og gönguleiðir á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×