Innlent

Erlendur ferðamaður fékk nýrnasteinakast á hálendinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn fékk nýrnasteinakast.
Maðurinn fékk nýrnasteinakast. vísir/ernir
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið send upp á Fjallabaksleið syðri. Samferðamenn höfðu samband við gæsluna á þriðja tímanum og fór þyrlan í loftið um stundarfjórðung fyrir þrjú.

Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, sagði frekari upplýsingar ekki að fá í augnablikinu. Samferðamenn mannsins hefðu metið sem svo að koma þyrfti honum undir læknishendur.

Um Nýrnasteina af Doktor.is

Nýrnasteinar eru smáar harðar útfellingar kalsíumkristalla sem safnast fyrir í nýrnaskjóðu. Nýrnaskjóða rennur saman við þvagleiðara sem nær niður í þvagblöðru. Steinarnir verða til ef styrkur kalsíumkristallanna í þvaginu er of hár. Algengast er að steinarnir séu úr kalsíumoxalati eða kalsíumfosfati.

Nýrnasteinar gefa sig oft til kynna með skyndilegum og miklum verkjum í baki eða síðu, og geta leitt niður í nára. Allt að 10% karlmanna og kvenna fá einhvern tíman einkenni frá nýrnasteinum. Dæmigert er að karlmenn á milli þrítugs og fimmtugs sem eru hraustir að öðru leyti finni fyrir einkennum. Sá sem hefur einu sinni fengið einkenni frá nýrnasteini er líklegur til þess að fá þau aftur innan 2-3ja ára. Nýrnasteinar eru misstórir.

Sumir eru á stærð við sandkorn, þá er talað um nýrnasand. Aðrir eru svo stórir að þeir fylla út í nýrnaskjóðuna. Nýrnasteinar valda ekki verkjum í öllum tilfellum. Þeir geta fundist fyrir tilviljun á röntgenmyndum eða við ómskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×