Sport

Erlendir svikahrappar höfðu nokkur hundruð þúsund krónur af Aftureldingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Aftureldingar.
Stuðningsmenn Aftureldingar. Vísir/Eyþór
Afturelding varð af nokkur hundruð þúsund krónum eftir að hafa gabbað fulltrúa félagsins til að millifæra nokkur hundruð þúsund krónur á erlendan bankareikning.

Frá þessu greinir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Aftureldingar, í viðtali á heimasíðu UMFÍ.

„Þetta er mikið högg fyrir litlar deildir og kemur þeim illa. Þessir skúrkar eru svakalega bíræfnir og undirbúa sig alveg ótrúlega vel áður en þeir svindla á íþróttafélögum,“ sagði Jón Júlíus í viðtalinu.

Gabbið fór þannig fram að gjaldkeri tiltekinnar deildar innan félagsins fékk tölvupóst sem virtist koma frá formanni deildarinnar. Innihélt pósturinn ósk um millifærslu. Gjaldkerinn sendi málið áfram á framkvæmdastjórann sem millifærði upphæðina.

Stuttu síðar vaknaði grunur um að ekki væri allt með felldu og reyndist um svik að ræða. Ekki er endanlega ljóst hvort að fjármunirnir séu tapaðir en Jón Júlíus segir meðal annars að verkferlum hafi verið breytt innan Aftureldingar.

Nánar má lesa um málið á heimasíðu UMFÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×