Lífið

Erlendir miðlar fjalla um nafnið Angelína

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Erlendir fjölmiðlar segja nú frá ákvörðun mannanafnanefndar að leyfa nafnið Angelína hér á landi. Leikkonan Angelina Jolie er mikið í fréttum um þessar mundir vegna skilnaðar hennar og leikarans Brad Pitt.

AFP fréttaveitan birti frétt um ákvörðun nefndarinnar og hafa fleiri fjölmiðlar fylgt því eftir. Ástralar virðast þó sýna málinu sérstaklega athygli.

Þar má nefna miðla eins og The Times, ABC News, 9News og SBS í Ástralíu. Fréttin hefur jafnvel náð til Líbanon.

AFP tekur fram í frétt sinni hver tilgangur mannanafnanefndar sé og segir jafnframt að „margir Íslendingar og sérstaklega þeir yngri“ telji reglur um nöfn hér á landi gamaldags.


Tengdar fréttir

Heimilt að heita Angelína

Mannanafnanefnd hefur gefið leyfi fyrir kvenmannsnöfnunum Angelínu, Lunu, Tildru, Hofdísi og Eilíf, auk karlkynsnafnsins Eyjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×