Innlent

Erlendir miðlar fjalla um „Apartheid“ kokteil Icelandair

Stefán Árni Pálsson skrifar
Icelandair hefur beðist afsökunar og hætt sölu.
Icelandair hefur beðist afsökunar og hætt sölu. mynd/icelandair/skjáskot/twitter
Erlendir miðlar hafa vakið athygli á „Apartheid-kokteilnum“ sem var til sölu á Reykjavík Marina hótelinu.

Icelandair hefur beðist afsökunar og hætt sölu á „Apartheid-kokteilnum“ eftir að Twitter-notandi vakti athygli á nafni drykksins.

CNBC, Time og Raw Story hafa allir greint frá málinu en Apartheid eða „aðskilnaðarstefnan“ var við lýði í Suður-Afríku á árunum 1948 til 1994 og gekk út á að halda svörtu fólki og hvítu aðskildu í landinu.

Fjölmargir notendur samskiptamiðilsins gagnrýndu Icelandair í kjölfar ábendingar Twitter-notandans Africa is a Country. Í svari Icelandair segir að félagið hafi haft samband við Marina-hótelið og beðið um að drykkurinn yrði tekinn úr sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×