Innlent

Erlendir blaðamenn: „Falleg frammistaða og María gædd persónutöfrum“

Atli Ísleifsson skrifar
Erlendir blaðamenn hrósa margir Maríu í hástert.
Erlendir blaðamenn hrósa margir Maríu í hástert.
Erlendu blaðamennirnir sem Davíð Lúther hjá Silent ræddi við í Eurovision-höllinni í Vínarborg hrósuðu margir söngkonunni Maríu Ólafs og laginu í hástert.

Flestir voru bjartsýnir á að Ísland komist áfram á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í kvöld. Sumir voru þó hikandi og sögðu úrslitin oft koma á óvart líkt og þegar Finnar komust ekki áfram á þriðjudaginn.

Einn blaðamannanna sagði frammistöðuna á rennslum hafa verið fallega og að María væri gædd miklum persónutöfrum. Vonaðist hann til að Ísland komist áfram.

Evrópskir blaðamenn á Eurovision-keppninni hafa lagt inn spá sína um síðari undanúrslit keppninnar sem fram fara í kvöld. Hefð er fyrir því að blaðamennirnir spái fyrir um brautargengi laganna, sem þó reynist ekki alltaf sannspá.

Líkt og veðbankar spá þeir Svíþjóð og Noregi efstu sætunum tveimur. Tíu stig skilja af Aserbaijan og Ísrael, sem skipa þriðja og fjórða sætið. Töluverður stigamunur er á fimmta og sjötta sæti, Slóveníu og Lettlandi, eða 124. Loks kemur Svartfjallaland með 427 stig og Litháen með 415. Ísland skipar níunda sæti listans með 413 stig og Tékkland tíunda og síðasta sætið með 378 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×