Viðskipti innlent

Erlend kortavelta á Íslandi aldrei meiri

Bjarki Ármannsson skrifar
Erlendir ferðamenn greiddu með kortum sínum 3,2 milljarða í verslunum í júlí.
Erlendir ferðamenn greiddu með kortum sínum 3,2 milljarða í verslunum í júlí. Vísir/Vilhelm
Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi í júlí var 18,3 milljarðar króna og hefur erlend kortavelta aldrei verið meiri í einum mánuði, eftir því sem næst verður komist.

Þetta segir í úttekt Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst. Erlend kortavelta í sama mánuði í fyrra var erlend kortavelta tæplega 15,4 milljarðar og hún jókst því um nítján prósent á milli ára.

Aftur á móti dróst kortavelta Íslendinga saman um sex prósent í júlí frá sama mánuði í fyrra á meðan greiðslur vegna flugferða jókst um sex prósent. Svo virðist því sem Íslendingar sæki meira í ferðalög til útlanda en innanlands.

Hæstu upphæðina greiddu erlendir ferðamenn í júlí fyrir gistingu. Erlend kortavelta gististaða nam 3,7 milljörðum kr. sem er um 17% hærri upphæð en í júlí í fyrra. Þá greiddu erlendir ferðamenn með kortum sínum 3,2 milljarða í verslunum í júlí sem er 16% hærri upphæð en í júlí í fyrra.


Tengdar fréttir

Kortavelta ferðamanna eykst

Kortavelta erlendra ferðamanna í júní nam tæpum 14 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×