Erlent

Erindreki Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum látinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vitaly Churkin, var mikils metinn.
Vitaly Churkin, var mikils metinn. Vísir/EPA
Vitaly Churkin, erindreki Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, lést skyndilega í dag á meðan hann var í vinnu sinni í New York. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu. BBC greinir frá.

Ekki er ljóst með hvaða hætti dauða Churkin bar að garði. Churkin hefur verið erindreki Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum í rúm 11 ár, síðan árið 2006.

Í tilkynningu rússneska utanríkisráðuneytisins kemur fram að þarlend yfirvöld sjái á eftir Churkin, hann hafi verið ötull talsmaður rússneskra hagsmuna og hafi getið sér gott orðspor á alþjóðavettvangi. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, sendi fjölskyldu Churkin samúðarkveðjur.

Þá hafa margir kollegar Churkin hjá Sameinuðu þjóðunum einnig lýst yfir sorg vegna fráfalls Churkin. Áður en Churkin hreppti stöðuna sem erindreki Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum var hann opinber erindreki í Kanada og Belgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×