Enski boltinn

Eriksson: Vona að Leicester verði Englandsmeistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eriksson hefur trú á sínu gamla liði.
Eriksson hefur trú á sínu gamla liði. vísir/getty
Sven-Göran Eriksson hefur trú á því að Leicester City, hans gamla félag, geti orðið Englandsmeistari.

Eriksson stýrði Leicester í eitt ár, frá október 2010 til október 2011, en þá var liðið í annarri stöðu en það er nú. Á þessum tíma var Leicester í næstefstu deild en nú eru Refirnir á toppnum í þeirri efstu.

„Leicester getur unnið ensku úrvalsdeildina. Þeir eru í mjög góðri stöðu,“ sagði Eriksson sem er í dag knattspyrnustjóri Shanghai SIPG í Kína.

„Eins og staðan er núna eru Arsenal og Manchester City einnig meistarakandídatar en ekki önnur lið.

„Þetta er gott tímabil til að vinna deildina því hvorki Liverpool né Manchester United eru í toppbaráttunni. Ég vona og trúi því að Leicester geti orðið meistari,“ bætti Svíinn við.

Leicester er með tveggja stiga forskot á toppi úrvalsdeildarinnar en liðið tekur á móti nýliðum Norwich City á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×