FIMMTUDAGUR 26. MA═ NŢJAST 00:46

Grunur er um mansal hjß FÚlagi heyrnarlausra

FR╔TTIR

Eriksson: Styttist Ý a­ leikmenn eins og Messi og Ronaldo fari til KÝna

 
Fˇtbolti
09:29 12. FEBR┌AR 2016
Eriksson og lŠrisveinar hans Ý Shanghai SIPG endu­u Ý 2. sŠti kÝnversku ofurdeildarinnar Ý fyrra.
Eriksson og lŠrisveinar hans Ý Shanghai SIPG endu­u Ý 2. sŠti kÝnversku ofurdeildarinnar Ý fyrra. V═SIR/GETTY
Ingvi ١r SŠmundsson skrifar

Sven Göran Eriksson, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, segir að stærstu fótboltastjörnur heimsins eigi einn daginn eftir að spila í Kína.

Kínversku liðin hafa verið stórtæk í leikmannakaupum upp á síðkastið en meðal leikmanna sem hafa farið austur á bóginn nýlega má nefna Brasilíumennina Ramires, Alex Teixeira og Jackson Martínez.

Eriksson, sem þjálfar Shanghai SIPG í Kína, segir að enn stærri stjörnur eigi eftir að fara til landsins í framtíðinni.

„Það er líklega ekki svo langt í að leikmenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney muni fara til kínverskra stórliða,“ sagði Eriksson í samtali við Expressen. Svíinn segir einnig að það væri frábært fyrir fótboltann í Kína ef landi hans, Zlatan Ibrahimovic, kæmi þangað.

Eriksson segir að leikmannakaup kínversku liðanna að undanförnu séu bara byrjunin og fótboltinn í Kína muni eflast á næstu árum.

„Stærstu liðin í Kína geta barist við stærstu liðin í Evrópu um leikmenn.

„En það er mikilvægt að hafa það í huga að liðin hér eru ekki bara að einblína á að fá stórstjörnur heldur er miklum fjármunum eytt í unglingastarf þeirra,“ sagði Eriksson og bætti því við að það verði þó einhver bið á því að kínverska landsliðið láti til sín taka.

„Þetta er bara byrjunin. Kína verður stór fótboltaþjóð. Það gerist fyrst hjá félagsliðunum. Við þurfum kannski að bíða í áratug eftir að kínverska landsliðið verði komið í fremstu röð. Áhuginn er gríðarlega mikill og vex með hverjum degi.“


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Fˇtbolti / Eriksson: Styttist Ý a­ leikmenn eins og Messi og Ronaldo fari til KÝna
Fara efst