SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 20:30

Mourinho ekki sáttur međ völlinn í Peking

SPORT

Eriksson: Styttist í ađ leikmenn eins og Messi og Ronaldo fari til Kína

 
Fótbolti
09:29 12. FEBRÚAR 2016
Eriksson og lćrisveinar hans í Shanghai SIPG enduđu í 2. sćti kínversku ofurdeildarinnar í fyrra.
Eriksson og lćrisveinar hans í Shanghai SIPG enduđu í 2. sćti kínversku ofurdeildarinnar í fyrra. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Sven Göran Eriksson, fyrrverandi þjálfari enska landsliðsins, segir að stærstu fótboltastjörnur heimsins eigi einn daginn eftir að spila í Kína.

Kínversku liðin hafa verið stórtæk í leikmannakaupum upp á síðkastið en meðal leikmanna sem hafa farið austur á bóginn nýlega má nefna Brasilíumennina Ramires, Alex Teixeira og Jackson Martínez.

Eriksson, sem þjálfar Shanghai SIPG í Kína, segir að enn stærri stjörnur eigi eftir að fara til landsins í framtíðinni.

„Það er líklega ekki svo langt í að leikmenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney muni fara til kínverskra stórliða,“ sagði Eriksson í samtali við Expressen. Svíinn segir einnig að það væri frábært fyrir fótboltann í Kína ef landi hans, Zlatan Ibrahimovic, kæmi þangað.

Eriksson segir að leikmannakaup kínversku liðanna að undanförnu séu bara byrjunin og fótboltinn í Kína muni eflast á næstu árum.

„Stærstu liðin í Kína geta barist við stærstu liðin í Evrópu um leikmenn.

„En það er mikilvægt að hafa það í huga að liðin hér eru ekki bara að einblína á að fá stórstjörnur heldur er miklum fjármunum eytt í unglingastarf þeirra,“ sagði Eriksson og bætti því við að það verði þó einhver bið á því að kínverska landsliðið láti til sín taka.

„Þetta er bara byrjunin. Kína verður stór fótboltaþjóð. Það gerist fyrst hjá félagsliðunum. Við þurfum kannski að bíða í áratug eftir að kínverska landsliðið verði komið í fremstu röð. Áhuginn er gríðarlega mikill og vex með hverjum degi.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Eriksson: Styttist í ađ leikmenn eins og Messi og Ronaldo fari til Kína
Fara efst