Enski boltinn

Eriksen og Kane halda áfram að skora | Öll úrslit dagsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Kane skoraði tvö mörk fyrir Tottenham gegn WBA í dag.
Harry Kane skoraði tvö mörk fyrir Tottenham gegn WBA í dag. vísir/getty
Það voru kunnugleg nöfn á markalistanum þegar Tottenham vann öruggan 0-3 sigur á West Brom á útivelli.

Mörkin í leiknum má sjá hér að neðan.

Christian Eriksen kom Spurs yfir á 6. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Þetta var 11. mark Danans í vetur en hann hefur reynst Tottenham-liðinu afar dýrmætur.

Harry Kane skoraði hin tvö mörkin, hið fyrra á 15. mínútu og það síðara úr vítaspyrnu á 64. mínútu.

Sunderland vann aðeins sinn fjórða deildarsigur á tímabilinu þegar liðið lagði Burnley að velli með tveimur mörkum gegn engu á Ljósvangi.

Connor Wickham og Jermain Defoe skoruðu mörkin í fyrri hálfleik en mark Defoes var hans fyrsta fyrir Sunderland sem er komið upp í 14. sæti deildarinnar.

Burnley er í 17. sæti með 20 stig, einu stigi frá fallsæti.

Jonathan Walters fór á kostum þegar Stoke City vann nýliða QPR á Brittania Stadium, 3-1.

Walters skoraði öll þrjú mörk Stoke sem hefur unnið tvo leiki í röð og situr í 9. sæti deildarinnar með 32 stig.

Niko Kranjcar skoraði mark QPR sem hefur ekki unnið deildarleik síðan 20. desember.

Þá vann Everton mikilvægan sigur á Crystal Palace á útivelli. Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins strax á 2. mínútu.

Úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni:

Hull 0-3 Newcastle

Man Utd 3-1 Leicester

Liverpool 2-0 West Ham

WBA 0-3 Tottenham

Sunderland 2-0 Burnley

Stoke 3-1 QPR

Crystal Palace 0-1 Everton



WBA 0-1 Tottenham WBA 0-2 Tottenham WBA 0-3 Tottenham



Fleiri fréttir

Sjá meira


×