Handbolti

Erfitt kvöld hjá Íslendingunum í Frakklandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fjögur mörk Snorra Steins dugðu ekki til sigurs gegn Saran.
Fjögur mörk Snorra Steins dugðu ekki til sigurs gegn Saran. vísir/getty
Það gekk ekki nógu vel hjá Íslendingaliðunum í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ásgeir Örn Hallgrímsson var markahæstur í liði Nimes sem beið lægri hlut fyrir Saran á heimavelli, 25-28.

Ásgeir Örn skoraði fimm mörk og Snorri Steinn Guðjónsson fjögur. Þrjú marka Snorra Steins komu af vítalínunni.

Þetta var þriðja tap Nimes í röð en liðið er í 7. sæti deildarinnar.

Guðmundur Hólmar Helgason skoraði fimm mörk fyrir Cesson-Rennes sem tapaði með fjögurra marka mun, 35-31, fyrir Toulouse á útivelli.

Geir Guðmundsson var ekki á meðal markaskorara í liði Cesson-Rennes sem hefur tapað fjórum leikjum í röð. Liðið er í 12. sæti deildarinnar með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×