Erlent

Erfitt að ráða niðurlögum eldanna

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Eldarnir breiðast hratt út um svæðið en erfiðlega gengur að ráða niðurlögum þeirra.
Eldarnir breiðast hratt út um svæðið en erfiðlega gengur að ráða niðurlögum þeirra. Fréttablaðið/AP
Skógareldar í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum sem erfitt hefur reynst að slökkva hafa þvingað hundruð íbúa til þess að yfirgefa heimili sín. Eldarnir kviknuðu síðdegis á sunnudaginn og hafa þegar eyðilagt 21 byggingu.

Einn eldanna kviknaði við Yosemite-þjóðgarðinn og nær nú yfir 320 ekrur. Annar eldur sem er norðar í ríkinu við Sacramento hefur orðið til þess að 133 heimili standa nú auð. Sá brennur nú á 3.900 ekrum.

Sex slökkviliðsmenn hafa meiðst lítillega við að reyna að ráða niðurlögum eldsins, flestir í tengslum við örmögnun vegna ofhitnunar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×