Lífið

Erfiðasta base jump sögunnar?

Samúel Karl Ólason skrifar
Uli Emanuela á flugi.
Uli Emanuela á flugi.
Myndavélaframleiðandinn GoPro birti nýverið myndband af ofurhuganum Uli Emanuele leggja líf sitt í hættu. Uli stökk fram af fjalli í svifbúningi og sveif í gegnum tæplega þriggja metra breitt skarð í kletti á gífurlegum hraða.

Um þrjú ár fóru í undirbúning stökksins, en á Youtube segir að stökkið sé mögulega erfiðasta base jump sem hafi verið framkvæmt. Öllum ætti að vera ljóst að þetta er ekki á færi hvers og eins.

Myndbandið er tekið upp hér í Svissnesku Ölpunum. Við mælum með því að horft sé á myndbandið í HD.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×