Fótbolti

Erfið byrjun Mancini með Inter

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mancini á hliðarlínunni í kvöld.
Mancini á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Getty
Það gengur illa hjá Roberto Mancini með Inter Milan, en liðið hefur einungis unnið einn leik í deildinni frá því hann tók við liðinu um miðjan nóvember mánuð. Liðið gerði í kvöld jafntefli við Lazio, 2-2.

Nemanja Vidic var áfram úti í kuldanum hjá Inter sem byrjaði ekki vel. Felipe Anderson kom Lazio yfir eftir tveggja minúta leik og Andreson var aftur á ferðinni á 37. mínútu með annað mark sitt og Lazio.

Heimamenn voru þó ekki hættir. Eftir rúman klukkutíma minnkaði Mateo Kovacic muninn og Rodrigo Palacio jafnaði metin fyrir Inter tíu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-2.

Árangur Mancini með Inter síðan hann tók við á ný ekkert spes, en hann hefur unnið einn leik, gert tvö jafntefli og tapað tveimur. Fín endurkoma í kvöld, en liðið þarf að fara hirða enn fleiri stig.

Lazio er í þriðja sætinu eftir jafnteflið, en Inter hefur ekki spilað vel það sem af er tímabili og liðið í ellefta sæti.

Úrslit dagsins:

Atlanta - Palermo 3-3

Fiorentina - Empoli 1-1

Sampdoria - Udinese 2-2

Torino - Genoa 2-1

Inter - Lazio 2-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×