Innlent

Erfðabreyttar mýs til landsins

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Erfðabreyttar mýs verða fluttar til landsins sem notaðar verða við rannsóknir á krabbameinssjúkdómum og kennslu. Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi til Lífefna- og sameindalíffræði Læknadeildar Háskóla Íslands fyrir afmarkaðri starfsemi með erfðabreyttar mýs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.

Með leyfinu er Háskóla Íslands heimilt að flytja inn og rannsaka erfðabreyttar mýs með mismunandi erfðabreytingar sem koma að gagni við rannsóknir á krabbameinssjúkdómum og kennslu.

Umsagnaraðilar voru ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×