Erlent

Erewan hofið opnað að nýju eftir viðgerðir

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Menningarmálaráðherra landsins segir viðgerðir á einu helsta líkneski hofsins veita ferðamönnum og íbúum landsins öryggi.
Menningarmálaráðherra landsins segir viðgerðir á einu helsta líkneski hofsins veita ferðamönnum og íbúum landsins öryggi. Vísir/AFP
Listamenn í  Bangkok  hafa gert við  Erewan  hofið í borginni þar sem sprengjuárás var gerð nýverið. Meðal þess sem skemmdist í sprengingunni er fjögurra andlita gullstytta af hindu-guðinum  Brahma , sem var eitt aðalsmerki hofsins.

Viðgerðirnar voru framkvæmdar að ósk listadeildar menningarmálaráðuneytis landsins og sagði menningarmálaráðherrann við afhjúpun styttunnar eftir viðgerðina að styttan skapaði nú öryggi og bætti anda tælensku þjóðarinnar og ferðamanna.

Tveir hafa verið handteknir vegna sprengingarinnar, og fjöldi handtökuskipanna hafa verið gefnar út vegna málsins. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×