Erlent

Erdogan: „Evrópubúar munu ekki ganga öruggir á götum úti“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Tayyip Erdogan ávarpar samkomu í Kastamonu í Tyrklandi, 22. mars 2017.
Tayyip Erdogan ávarpar samkomu í Kastamonu í Tyrklandi, 22. mars 2017. Vísir/AFP
Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði á miðvikudag að ef Evrópubúar héldu núverandi viðhorfum sínum til streitu gætu þeir ekki búist við því að komast öruggir ferða sinna. Reuters greinir frá.

„Ef Evrópa heldur áfram á þessari braut mun enginn Evrópubúi, sama hvar hann er staddur í heiminum, geta gengið öruggur á götum úti,“ sagði Erdogan á blaðamannafundi í Ankara.

Tyrkland hefur undanfarið átt í deilum við Þýskaland og Holland eftir að tyrkneskum embættismönnum var bannað að afla fylgis fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu í Tyrklandi. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram í apríl og á að tryggja Erdogan stóraukin völd.


Tengdar fréttir

Erdogan segir ESB fasískt

Ástandið í Evrópu núna minni sig á aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×