Lífið

Er X-Factor að hætta?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Áhorfstölur hafa hrunið.
Áhorfstölur hafa hrunið. vísir

Eftir meira en áratug í loftinu gæti breska útgáfan af X-Factor heyrt sögunni til.

Nýjasta serían hefur ekki fengið góðar móttökur og hafa áhorfstölur aldrei verið lægri í sögu þáttarins. Á dögunum horfðu aðeins 5,6 milljónir manns á X-Factor sem er það lægsta sem hefur mælst.

Tónlistamaðurinn Olly Murs tók við sem kynnir í þáttunum fyrir þáttaröðina og hefur hann verið harðlega gagnrýndur fyrir dapra frammistöðu. Í síðustu viku tilkynnti hann óvart hver væri á leiðinni heim of snemma.

Sumir vilja einfaldlega meina að ákveðnir hlutir í þáttunum séu einfaldlega settir á svið og hafa áhorfstölurnar í kjölfarið hrunið.

Nú er strax farið að tala um að þetta verði jafnvel síðasta serían, í bili í það minnsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×