Fótbolti

Er þetta tækling Evrópumótsins til þessa? | Myndband og myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tækling Ragnars Sigurðssonar á Jamie Vardy.
Tækling Ragnars Sigurðssonar á Jamie Vardy. Vísir/Getty
Ragnar Sigurðsson átti stórkostlegan leik í miðju íslensku varnarinnar í kvöld og var heldur betur lykilmaður að Íslandi tókst að senda England heim af Evrópumótinu.

Ragnar Sigurðsson jafnaði leikinn innan við tveimur mínútum eftir að Wayne Rooney hafði skorað úr vítaspyrnu á 4. mínútu.

Það var hinsvegar að nóg að taka þegar kom að frammistöðu Ragnars í leiknum. Hann var sem dæmi næstum því búinn að skora annað mark með hjólhestaspyrnu.

Það sem gleymist líklega aldrei er tækling Ragnars Sigurðssonar í seinni hálfleik þegar stórskyttan Jamie Vardy var að sleppa í gegnum íslensku vörnina með ófyrirséðum afleiðingum.

Ragnar kom enn á ný til bjargar og tækling hans heppnaðist fullkomlega. Hér fyrir neðan má sjá myndband af tæklingunni sem og myndir af henni.

Það er óhætt að tilnefna strax þessa tæklingu Ragnars Sigurðssonar sem tæklingu Evrópumótsins.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×