Íslenski boltinn

Er þetta klúður sumarsins í Pepsi-deildinni? | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fjölnir og Stjarnan skildu jöfn, markalaus, í frestuðum leik í 20. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í Grafarvoginum í dag, úrslit sem eru ágæt fyrir bæði lið.

Fjölnismenn fengu algjört dauðafæri til að skora á 60. mínútu leiksins þegar ÞórirGuðjónsson fékk sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar en fór ævintýralega illa með færið.

Þórir hefði hæglega getað rölt með boltann að Ingvari í markinu og reynt að koma boltanum framhjá honum, en hann var svo óheppinn að stíga á boltann sem gerði varnarmönnum Stjörnunnar kleift að komast í milli.

Þetta er eitt af klúðrum sumarsins í Pepsi-deildinni, en þetta ótrúlega atvik má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×