MÁNUDAGUR 25. JÚLÍ NÝJAST 07:00

Stelpurnar međ betra skor en strákarnir í fyrsta sinn

SPORT

Er ţetta flottasta snertimarkiđ sem ţú hefur séđ? | Myndband

 
Sport
12:45 10. JANÚAR 2016
Martavis Bryant.
Martavis Bryant. VÍSIR/GETTY

Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals.

Martavis Bryant kom Pittsburgh Steelers liðinu í 15-0 með mögnuðu snertimarki þar sem hann náði að grípa og halda boltanum á ótrúlegan hátt.

Martavis Bryant tók heljarstökk með boltann í markinu en tókst bæði að lenda innan marka og að klemma boltann á milli fóta sér og snertimarkið var því dæmt gilt.

Martavis Bryant skoraði eftir sendingu frá leikstjórnandanum Ben Roethlisberger sem hafði í aðdraganda leiksins kallað eftir því að Bryant væri harðari af sér inn á vellinum.

Það er óhætt að segja að Bryant hafi svarað kalli leikstjórnanda síns sem hafði líka þá trú á kappanum að hann gaf á hann boltann í þessari erfiðu stöðu.

Henry Birgir Gunnarsson lýsti því í nótt þegar Martavis Bryant skoraði þetta frábæra snertimark og það er hægt að sjá myndbandið og heyra lýsingu hans hér fyrir neðan.

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í dag og verða þeir báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Minnesota Vikings tekur á móti Seattle Seahawks klukkan 18:05 og klukkan 21:40 mætast Washington Redskins og Green Bay Packers.


Snertimark Martavis Bryant
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Er ţetta flottasta snertimarkiđ sem ţú hefur séđ? | Myndband
Fara efst