ŢRIĐJUDAGUR 28. FEBRÚAR NÝJAST 04:00

Klaufagangur viđ lagasetningu gćti kostađ ríkiđ fimm milljarđa króna

FRÉTTIR

Er ţetta flottasta snertimarkiđ sem ţú hefur séđ? | Myndband

 
Sport
12:45 10. JANÚAR 2016
Martavis Bryant.
Martavis Bryant. VÍSIR/GETTY

Martavis Bryant og félagar hans í Pittsburgh Steelers komust áfram í aðra umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt eftir 18-16 útisigur á Cincinnati Bengals.

Martavis Bryant kom Pittsburgh Steelers liðinu í 15-0 með mögnuðu snertimarki þar sem hann náði að grípa og halda boltanum á ótrúlegan hátt.

Martavis Bryant tók heljarstökk með boltann í markinu en tókst bæði að lenda innan marka og að klemma boltann á milli fóta sér og snertimarkið var því dæmt gilt.

Martavis Bryant skoraði eftir sendingu frá leikstjórnandanum Ben Roethlisberger sem hafði í aðdraganda leiksins kallað eftir því að Bryant væri harðari af sér inn á vellinum.

Það er óhætt að segja að Bryant hafi svarað kalli leikstjórnanda síns sem hafði líka þá trú á kappanum að hann gaf á hann boltann í þessari erfiðu stöðu.

Henry Birgir Gunnarsson lýsti því í nótt þegar Martavis Bryant skoraði þetta frábæra snertimark og það er hægt að sjá myndbandið og heyra lýsingu hans hér fyrir neðan.

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í dag og verða þeir báðir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.  Minnesota Vikings tekur á móti Seattle Seahawks klukkan 18:05 og klukkan 21:40 mætast Washington Redskins og Green Bay Packers.


Snertimark Martavis Bryant
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Er ţetta flottasta snertimarkiđ sem ţú hefur séđ? | Myndband
Fara efst