Enski boltinn

Er Southampton búið að finna nýjan Pochettino?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mauricio Pellegrino gerði flotta hluti með Alavés á síðasta tímabili.
Mauricio Pellegrino gerði flotta hluti með Alavés á síðasta tímabili. vísir/epa
Southampton er búið að finna nýjan knattspyrnustjóra.

Sá heitir Mauricio Pellegrino, 45 ára gamall Argentínumaður sem var síðast við stjórnvölinn hjá Alavés. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Southampton.

Pellegrino tekur við stjórastarfinu hjá Southampton af Claude Puel sem var rekinn á dögunum.

Pellegrino gerði afar góða hluti með Alavés á síðasta tímabili. Liðið var nýliði en endaði samt í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og komst í bikarúrslit þar sem það tapaði fyrir Barcelona.

Pellegrino átti farsælan feril sem leikmaður. Hann lék í sex ár með Valencia en lék einnig um tíma með Barcelona og Liverpool.

Eftir að skórnir fóru á hilluna starfaði Pellegrino sem aðstoðarmaður Rafa Benítez hjá Liverpool og Inter.

Pellegrino þjálfaði Valencia í hálft ár áður en hann fór til heimalandsins þar sem hann stýrði Estudiantes og Independiente. Hann fór svo til Alavés síðasta sumar.

Southampton hefur góða reynslu af argentínskum stjórum en Mauricio Pochettino var við stjórnvölinn hjá liðinu 2012-14.


Tengdar fréttir

Puel fékk sparkið hjá Southampton

Southampton staðfesti nú í kvöld að búið væri að segja franska knattspyrnustjóranum Claude Puel upp störfum hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×