Skoðun

Er rafmynt öruggari en kreditkort til að versla á netinu?

Hilmar Jónsson skrifar
Uppúr síðustu aldamótum fór verslun og þjónusta á netinu að verða jafn sjálfsögð og önnur verslun. Verslun á netinu telst almennt örugg en til að versla á netinu er algengast að nota kreditkort.

Kreditkortin eru ágæt en þau voru ekki hönnuð fyrir verslun á netinu. Kreditkortin byggjast á kerfi þar sem við gefum alltaf sömu upplýsingar til söluaðila og treystum þeim þannig fyrir þeim. Þetta væri eins og við þyrftum að treysta fréttaveitu fyrir notendanafni og lykilorði að Facebook þegar við líkum við frétt. Þá þyrftum við að treysta fréttaveitunni fyrir að misnota ekki aðganginn ásamt því að halda upplýsingunum öruggum. Fæstir myndu nokkurn tíma líka við frétt ef þetta væri raunin. Þegar það kemur að greiðslu á netinu höfum við samt lítið val.

Þegar verslað er á netinu setjum við kreditkortanúmerið okkar inn í kerfi söluaðila ásamt þeim upplýsingum sem þarf til að búa til greiðslu. Söluaðilinn tekur þessar upplýsingar síðan og sendir þær áfram til kreditkortafyrirtækisins og biður um greiðslu.

Kreditkortin byggja á trausti til söluaðila

Við þurfum þannig að treysta söluaðilunum fyrir notendanafninu okkar (kreditkortanúmerinu) og lykilorðinu (ccv númerinu). Við verðum þannig að treysta því að söluaðilarnir verndi þessar upplýsingar nægilega vel fyrir þeim sem vilja stela þeim og að söluaðilarnir misnoti þessar upplýsingar ekki sjálfir.

Kreditkortin eru einnig háð því að við höfum aðgang að bankaþjónustu. Þá krefjast þau þess að bankinn treysti því að við greiðum um hver mánaðarmót okkar kreditkortaskuld. Fyrirframgreidd kreditkort hafa að einhverju leyti hjálpað fólki sem getur ekki fengið hefðbundin kreditkort en það er enn fullt af fólki sem ætti að hafa fjárhagslegt frelsi sem getur ekki fengið kreditkort eða einfaldlega vill það ekki.

Rafmyntin leysir vanda kreditkortanna á netinu

Kerfi rafmyntarinnar leysir þessi tvö vandamál. Kerfið virkar meira eins og reiðufé á netinu. Við ákveðum hvað mikið við tökum úr rafmyntarveskinu og hvert það fer án þess að gefa söluaðilanum notendanafn og lykilorð okkar. Við einfaldlega sendum rafmynt á myntfang sem við fáum upp gefið hjá söluaðila og söluaðilinn sér að við höfum greitt. Þannig hefur söluaðili aldrei aðgang að okkar myntfangi eða meiri persónuupplýsingum en við kærum okkur um eins og er algengt þegar kreditkort eru notuð.

Rafmyntin krefst þess ekki að við höfum aðgang að bankaþjónustu. Á Íslandi er kannski erfitt að ímynda sér þetta en það er auðvelt að sjá fyrir sér að sumir hafi ekki aðgang að kreditkorti eða vilji ekki vera með það. Þá er hægt að versla með rafmynt á netinu með lágmarks tilkostnaði og án þess að skuldbinda sig til að gera nokkurn hlut síðar.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×