Skoðun

Er netið að farið að skipta okkur of miklu ?

Birgir Fannar skrifar
Varð hugsað út í þetta þegar kunningi einn minntist á að hann þyrfti að hringja í skólann til að sjá einingarnar sýnar af því það var ekki í boði fyrir hann að netinu. Og fyrir honum virtist það nú meiri fyrirhöfnin að þurfa að hafa svona fyrir þessu.

Þá varð mér hugsað erum við að færast frá því að þjónusta á netinu er ekki lengur bara hentug viðbót heldur sé netið beinlíns að koma í staðin fyrir almenn samskipti.

Hugsum aðeins út í þetta þarftu að panta pizzu notaðu netið af hverju að ómaka sig með símtali við aðra persónu þess þarf ekkert lengur netið er mun skilvirkara. Allir eru með net útgáfu af sjálfum sér hvort sem það er facebook, twitter eða þeim ófáu samskipta formum netsins sem eru í boði.

Ekki er ég yfir þetta hafin hvar er ég að segja skoðun mína á þessu jú á netinu og síðan eftir að pósta þessu á facebook.

Atvinna fæst varla orðið nema í gegnum umsókn á netinu sem að mér þykir þá tapast alveg að geta verið mannlegur og heilsað upp á yfirmanninn í persónu þess í stað ertu gerður að köldum staðreyndum í netformi.

Þá hef ég einmitt stiklað á meginmálinu að vera mannlegur í þessu framtíðar samskipta formi mun það enn vera hægt verður eitthvað rými fyrir því að vera maður sjálfur. Það eru ófáar fregnir af fólki að missa vinnuna við að tjá sig um hana á facebook.

Enn það er nú fátt mannlegra enn að nöldra aðeins yfir ef illa gekk í vinnu þannig er bara að fá útrás fyrir einhverju sem angrar mann ekki endilega ásetningurinn að skemma nafn fyrirtækisins. Enn kaldar staðreyndir gefa ekkert rými fyrir slíkri túlkun mannlegri túlkun nánar tiltekið.

Sama síðan með fólk í atvinnuleit það er hiklaust skoðað hvað það segir á facebook og það fer svo að segja hvort það komist í vinnu eða ekki.

Enn allt þetta mætti einfalda með að vera bara mannlegur starfsmaðurinn sem var fúll út í vinnuna á facebook gæti útskýrt hvað lá á honum og kannski rætt málin og fundið lausn. Yfirmaðurinn gæti rætt bara vel við atvinnuleitandann í viðtali og þannig fengið tilfinningu fyrir persónunni frekar enn að hnýsast í þeirra einkamál.

Beisíklí gleymum ekki að við erum öll fólk bakvið skjáina.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×