Golf

Er loksins komið að Mickelson?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mickelson gefur eiginhandaráritanir eftir æfingahring í gær.
Mickelson gefur eiginhandaráritanir eftir æfingahring í gær. vísir/getty
Afmælisbarn dagsins, Phil Mickelson, mætir mjög bjartsýnn til leiks á US Open golfmótið sem hefst á Oakmont í dag.

Mickelson fagnar 46 ára afmæli sínu í dag og ætlar að halda upp á það með því að byrja US Open vel.

Þetta er eina risamótið sem Mickelson hefur ekki unnið á ferlinum en hann hefur sex sinnum hafnað í öðru sæti.

„Þetta er það risamót sem ég vil helst vinna svo ég geti lokað hringnum. Ég vil vinna öll mótin,“ segir Mickelson en hann vill komast í félagsskap með þeim Jack Nicklaus, Tiger Woods, Gary Player, Ben Hogan og Gene Sarazen en þeir eru einu kylfingarnir sem hafa unnið öll risamótin.

Mickelson vann síðast risamót árið 2013 en það var Opna breska mótið.

Útsending frá US Open hefst á Golfstöðinni klukkan 17.00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×