Er lÝkamleg heilsa mikilvŠgari en andleg heilsa?

 
Sko­un
16:01 16. MARS 2017
Gu­r˙n Runˇlfsdˇttir ÷ryrki.
Gu­r˙n Runˇlfsdˇttir ÷ryrki.
Gu­r˙n Runˇlfsdˇttir skrifar

Síðastliðið eitt og hálft ár hef ég þrívegis legið á sjúkrahúsi, þar af einu sinni á geðdeild. Tel ég mig því geta borið saman þjónustu geðsviðs og annarra deilda heilbrigðiskerfisins.

Á fæðingardeild Lsp. fékk ég aðstoð við brjóstagjöf og starfsfólkið kom mjög vel fram við mig og sýndi mér mikinn stuðning. Þá var ég eina nótt á spítala í Keflavík í kjölfar aðgerðar. Þar var komið fram við mig sem prinsessu, komið inn til mín með reglulegu millibili og allir tilbúnir að gera allt fyrir mig. Þá leitaði ég nýlega aðstoðar inn á bráðadeild Lsp. vegna sýkingar og dvaldi þar yfir nótt. Það var vissulega nokkur biðtími eftir þjónustu enda heilbrigðiskerfið alveg að springa og alltof mikið álag á starfsfólki. En enn og aftur var samt komið fram við mig eins og ég skipti máli og að starfsmönnum væri ekki sama um heilsu mína.

Upplifun mín af viku innlögn á geðdeild stuttu eftir fæðingu sonar míns var hins vegar önnur. Þar mætti ég ekki sama stuðningi og hlýju og þegar ég leitaði aðstoðar vegna líkamlegra kvilla. Umhverfi biðstofu geðdeildar var kalt og ónotalegt og sama umhverfi tók við þegar ég fékk inni á deildinni í annað skiptið sem ég leitaði á bráðamóttöku geðsviðs. Starfsfólk talaði ekki við mig að fyrra bragði og ég fékk ekki viðtal við sálfræðing þrátt fyrir að óska eftir því. Upplifun mín var sú að þar sem starfsfólk vissi að ég ætti góða að og væri hjá góðum geðlækni þyrfti nú ekki að eyða of miklum tíma í mín mál.

Að fenginni þessari reynslu velti ég fyrir mér hvort við séum virkilega í þeirri stöðu á árinu 2017 að andleg heilsa sé ekki jafn mikilvæg og líkamleg. Því þarf að breyta – og það strax!
Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • SKOđUN
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sko­anir / Sko­un / Er lÝkamleg heilsa mikilvŠgari en andleg heilsa?
Fara efst