Skoðun

Er landsbankastjóri að gefa gullgæsir þjóðarinnar?

Sigurður Oddsson skrifar
Föstudagskvöld fyrir nokkrum árum fletti ég Fréttablaðinu og kom auga á auglýsingu sem lítið fór fyrir. Veitingahúsageiri Atorku (A. Karlsson) var auglýstur til sölu og skyldi tilboðum skilað strax eftir helgina. Netfang var gefið upp fyrir þá, sem óskuðu nánari upplýsinga. Ég sendi inn fyrirspurn og fékk gögn, sem vonlaust var að vinna úr á svo skömmum tíma.

Taldi ég þá löngu ákveðið, hver hreppti hnossið og á hvaða verði. Ég var að fara af landinu strax eftir helgi, en af stráksskap óskaði ég eftir, að skilum tilboða yrði frestað. Það var ekki hægt. Ég spurði hvers vegna. Svarað var vegna hagsmuna kröfuhafa. Ég spurði, hvort ekki væri þeirra hagur að fá tilboð? Ekkert svar og þannig lauk þessum tölvusamskiptum við skiptastjóra. Hjá Landsbanka eru ýmsar hrókeringar fyrirtækja, sem maður setur spurningarmerki við.

Það að setja Borgun ekki í opið söluferli minnir óneitanlega á sölu Atorku. Munurinn er að þá átti salan að fara leynt, en nú er ekkert pukur. Það breytir þó ekki því að þarna er einn maður að sýsla með eigur þjóðarinnar. Ákveður hverjum hann selur og á hvaða verði. Er það eðlilegt?

Ótrúlegt

Mín skoðun er að þegar höndlað er með þjóðareign, hvort sem það er raforka eða eitthvað annað, þá skuli hafið yfir allan vafa, að persónulegir hagsmunir geti blandast í viðskiptin. Óháð hvort sölumaðurinn sé heiðursmaður eða ekki. Ótrúlegt að bankastjóri vinni á þennan hátt.

Sagt er að hægt sé að reikna út síðar, hvort hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir Borgun. Nú er búið að selja Fastus, sem keypti Atorku og hægt að skoða hvernig umboð, tæki og varahlutir frá A. Karlsson hafa ávaxtast eftir brunaútsöluna.

Rétt er að geta þess, sem vel er gert. Þakkarvert er, hvernig Landsbankinn afskrifaði skuldir hjá viðskiptavinum sínum. Eitthvað annað en hjá hinum, sem voru í viðskiptum við Íslandsbanka og Arion, sem kenndir eru við hrægammasjóði. Þar urðu fyrirtæki að fara í mál við bankann sinn til að fá leiðréttingu. Fyrst í Héraðsdómi og svo í Hæstarétti. Loks þegar mál skyldi dómtekið 4 árum eftir hrun drógu bankarnir allt til baka. Tóku meira að segja á sig allan málskostnað til að fá mál felld niður. Jóhanna og Steingrímur, sem gáfu hrægömmum skotleyfi á heimili og fyrirtæki, sátu hjá.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×