Er íslensk ţjóđ afurđ grimmra stúlknarána?

 
Innlent
01:30 21. FEBRÚAR 2016

Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Rannsóknir fyrirtækisins, undir stjórn Agnars Helgasonar, líffræðilegs mannfræðings, benda til að 63 prósent landnámskvenna hafi komið frá Bretlandseyjum en 75 prósent landnámskarla frá Noregi.

Breskur fornleifafræðingur, James H. Barett, hefur varpað fram þeirri tilgátu að norrænir víkingar hafi ekki aðeins verið að sækjast eftir fé og frama í ránsferðum sínum. Helsti tilgangurinn hafi verið að ná sér í konur, sem hafi bráðvantað. Á víkingatímanum hafi útburður barna tíðkast og telur hann að það hafi aðallega verið stúlkubörn sem hafi verið borin út. Því hafi mun fleiri piltar vaxið úr grasi og misræmi myndast milli kynja.

Fornsögurnar segja fátt um stúlknarán víkinga. Sagan í Laxdælu af Melkorku á Höskuldsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu er eitt dæmið um írska ambátt sem keypt var til Íslands. Melkorka var 15 ára þegar víkingar rændu henni á Írlandi. Höskuldur keypti hana og gerði að frillu sinni. Melkorka var talin mállaus, en annað kom á daginn þegar Höskuldur kom að henni í laut við bæinn þar sem hún talaði gelísku við son þeirra, Ólaf pá.


Ambáttin Melkorka var talin mállaus en Höskuldur komst ađ öđru ţegar hann sá hana tala gelísku viđ son ţeirra, Ólaf pá.
Ambáttin Melkorka var talin mállaus en Höskuldur komst ađ öđru ţegar hann sá hana tala gelísku viđ son ţeirra, Ólaf pá. TEIKNING/JAKOB JÓHANNSSON.

Fjallað verður um keltneskar rætur Íslendinga í næsta þætti Landnemanna á Stöð 2 á mánudagskvöld, 22. febrúar kl. 19.50. Þar verður reynt að varpa ljósi á uppruna Íslendinga á bresku eyjunum og farið um svæði sem norrænir víkingar réðu yfir um það leyti sem Ísland byggðist. Rætt verður við gelískan sagnfræðing um þær heimildir sem varðveist hafa um stúlknarán norrænna víkinga. 

Þá verður því velt upp hvort keltnesk áhrif séu vanmetin í þjóðmenningu Íslendinga, eins og í tungumálinu og örnefnum. Spurt verður hvort ritarar Íslendingasagna hafi viljað fela keltnesku ræturnar. Rætt verður meðal annars við Þorvald Friðriksson, fréttamann og fornleifafræðing, sem nefnir fjölda dæma um orð og örnefni sem eiga sér keltneskan uppruna, þar á meðal grundvallarorð eins og strákur og stelpa, sem ekki finnist í öðrum norrænum málum.

Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttinn.


Strákur og stelpa. Ţetta eru keltnesk orđ sem ekki finnast í öđrum norrćnum tungumálum, ađ sögn Ţorvaldar Friđrikssonar.
Strákur og stelpa. Ţetta eru keltnesk orđ sem ekki finnast í öđrum norrćnum tungumálum, ađ sögn Ţorvaldar Friđrikssonar. TEIKNING/JAKOB JÓHANNSSON.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Er íslensk ţjóđ afurđ grimmra stúlknarána?
Fara efst