Lífið

Er Guðmundur Árni með stærsta lókinn í íslenska landsliðinu?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur séð um NOVA snappið síðan í gær en íslenska landsliðið í handknattleik leikur gegn Portúgal í kvöld í vináttuleik fyrir Evrópumótið sem hefst í Póllandi þann 15. janúar.

Bjöggi hefur leyft áhorfendum að skyggnast inn í líf landsliðsmannanna fyrir svona risamót en tugir þúsunda horfa á snappið á hverjum degi.

Björgvin hefur verið að svara spurningum áhorfenda síðastliðin sólahring og fékk hann eina skemmtilega í dag. Hver væri með stærsta lókinn í landsliðinu?

Bjöggi vildi ekki svara þeirri spurningu en gaf það sterklega til kynna að það væri hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Mors-Thy Håndbold, í Danmörku. Björgvin vísaði símanum nefnilega beint á Guðmund og glottu þeir báðir.

Hér að ofan má sjá myndband af snappinu. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×