Lífið

Er drónaveiði framtíðin? - Myndband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg aðferð.
Skemmtileg aðferð.
Drónar eru notaðir í margt en algengast er að þeir séu notaðir til myndatöku og hefur sú aðgerð mælst gríðarlega vel í heiminum hingað til.

Aftur á móti er hægt að nota dróna í margt annað og það nýjasta er fiskveiði með búnaðnum. Nokkrir menn notuðust við dróna til að veiða túnfisk á dögunum og tóku það allt upp á myndband.

Þá var tækinu flogið út á haf og girnið látið síga niður í sjóinn. Það tók ekki langan tíma fyrir túnfisk að bíta á.

Mögnuð aðferð en myndband af atburðarrásinni má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×