Íslenski boltinn

Er Benítez að hjálpa Dundalk að kortleggja FH-inga?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rafael Benítez og Stephen Kenny á æfingasvæði Dundalk í morgun.
Rafael Benítez og Stephen Kenny á æfingasvæði Dundalk í morgun. mynd/facebook-síða Dundalk
Írska liðið Dundalk virðist hafa fengið sér góða hjálp fyrir seinni leik liðsins gegn FH í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Liðin skildu jöfn, 1-1, í fyrri leiknum á Írlandi en þau mætast öðru sinni á Kaplakrikavelli á miðvikudaginn í næstu viku. Sigurvegarinn mætir svo annað hvort BATE Borisov eða SJK Seinajoki í þriðju umferðinni.

Á Facebook-síðu Dundalk FC er mynd af Rafael Benítez, knattspyrnustjóra Newcastle, að fara yfir málin með Stephen Kenny, þjálfara Dundalk, á æfingasvæði írska liðsins í morgun.

Vera Benítez, sem stýrði Liverpool, Inter og Real Madrid áður en hann féll með Newcastle úr ensku úrvalsdeildinni í vetur, er ekkert útskýrð neitt frekar, hvorki á Facebook-síðu Dundalk né opinberri heimasíðu félagsins.

Benítez er þekktur fyrir frábæran árangur í Evrópukeppnum en hann fór tvívegis með Valencia í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og tvisvar sinnum með Liverpool. Hann vann Meistaradeildina með Liverpool 2005 og Evrópudeildina með Chelsea árið 2013.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×