Lífið

Enskur stuðningsmaður gersamlega missir sig á leiknum fræga

Jakob Bjarnar skrifar
Svo það sé orðað afar varlega þá var honum, þessum enska herramanni, ekki skemmt á leiknum Ísland - England.
Svo það sé orðað afar varlega þá var honum, þessum enska herramanni, ekki skemmt á leiknum Ísland - England.
Þessi ágæti herramaður er orðinn að einhvers konar internetstjörnu. Tæpar þrjár milljónir manna hafa horft á meðfylgjandi myndskeið af honum þar sem hann hellir úr skálum reiði sinnar á leik Íslands og Englands.

Vísir treystir sér ekki til að þýða það sem hann segir, það er varla prenthæft en inntakið fer ekkert á milli mála. Hann segist hafa mætt á leikinn, hvar ofurlaunaðir fótboltakappar eru mættir til að sýna listir sínar, til að lyfta geði sínu en þetta sé fullkomin niðurlæging. Fram kemur að hann heldur með liðinu Charlton, sem Jóhann Berg Guðmundsson spilar einmitt með, en þessi leikur reyndist úr öskunni í eldinn.

Margir hafa furðað sig á því hversu vægðarlausir breskir fjölmiðlar eru gagnvart liði sínu, en það er nú einu sinni svo að fjölmiðlar eru nákvæmlega eins og fólk vill hafa þá. Þessi maður sýnir það og sannar að fjölmiðlar á Bretlandi eru fremur rólegir í tíðinni, ef eitthvað er.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×