Enski boltinn

Ensku meistararnir fengu skell á heimavelli | Sjáðu mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Englandsmeistarar Chelsea fengu skell á heimavelli gegn Southampton í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en eftir að Chelsea komst yfir tókst lærisveinum Ronald Koeman að svara með þremur mörkum.

Chelsea komst yfir með glæsilegu marki Willian úr aukaspyrnu á 10. mínútu en gestunum tókst að jafna metin á lokamínútum fyrri hálfleiks. Var þar að verki Steven Davis eftir góðan undirbúning frá Graziano Pelle.

Saido Mane kom Southampton yfir þegar korter var liðið af seinni hálfleik þegar hann nýtti sér mistök í vörn Chelsea og renndi boltanum framhjá Asmir Begovic í marki Chelsea.

Pelle komst síðan sjálfur á blað stuttu síðar þegar hann skoraði eftir góða skyndisókn Dýrlinganna en Chelsea reyndi hvað þeir gátu að færa sig framar á völlinn á seinustu fimmtán mínútum leiksins en án árangurs.

Chelsea hefur nú tapað jafn mörgum leikjum og á öllu síðasta tímabili eftir aðeins átta leiki en þetta er versta byrjun félagsins síðan 1978.

Southampton kemst í 3-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×