Enski boltinn

Ensku blöðin búin að finna nýtt viðurnefni á Mourinho | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Samsett mynd
Jose Mourinho átti í gær einn sinn versta dag á ferli sínum sem knattspyrnustjóri þegar lið hans Manchester United var tekið í bakaríið af hans gömlu lærisveinum í Chelsea.

Chelsea skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins og vann á endanum 4-0 sigur. Untied hefur enn ekki unnið deildarleik í október og situr eins og er í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Jose Mourinho sakaði Antonio Conte, knattspyrnustjóra Cheslea, um að reyna að gera lítið úr sér á Brúnni í gær og með því gaf portúgalski stjórinn ensku blöðunum heldur betur efni í fyrirsagnir.

Ensku blöðin stukku nær öll á þessi orð Jose Mourinho eftir leikinn og það var örugglega ekki skemmtilegt fyrir karlinn að sjá blöðin í morgun.

Öll voru þau að tala um þessa niðurlægingu og sum þeirra voru meira að segja búin að finna nýtt viðurnefni á Jose Mourinho.

Hann var einu sinni „Hinn sérstaki“ eða „The Special One“ en eftir leikinn gær var hann orðinn „Hinn niðurlægði“ eða „The Humiliated One“.

Það er hægt að sjá uppslátt margra af ensku blaðanna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Mourinho: Orð mín voru ætluð Conte en ekki ykkur

Stærsta tap Jose Mourinho í ensku úrvalsdeildinni kom á hans gamla heimavelli í dag. Þá valtaði Chelsea yfir lærisveina Mourinho í Man. Utd, 4-0. Hann hefur aðeins einu sinni tapað stærra á ferlinum en það var 5-0 tap gegn Barcelona árið 2010.

Conte: Gríðarlega mikilvæg úrslit

"Ég er virkilega ánægður með frammistöðu minna leikmanna, við byrjuðum vel, létum boltann vinna og sköpuðum fullt,“ segir Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, í samtali við SkySports eftir að Chelsea hafði valtað yfir Manchester United, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×